Kona og karl voru á gær sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot en dómurinn lýsir skrautlegum þjófnaðarferli þeirra, sérstaklega mannsins.
Karlmaðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í innbroti í verslun Púkans, að Mörkinni 4 í Reykjavík, í nóvember árið 2022, með því að halda vörð og aðstoða óþekktan aðila við að spenna upp hurð verslunarinnar með kúbeini og svo farið inn í verslunina og stolið þaðan bláu rafmagnshjóli að verðmæti 700 þúsund krónur.
Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa reynt að svíkja út farsíma með því að afhenda eiganda hans umslag merkt 80.000 kr., sem var kaupverð símans, en í umslaginu var engan pening að finna heldur einungis pappírsbréf. Hrifsaði hann síðan farsímann af eigandanum.
Bæði voru ákærð fyrir samverknað um þjófnað á rándýru rafmagnsreiðhjóli (tæpar 900 þúsund krónur) í hjólageymslu að Boðagranda. Karlmaðurinn sást á dyrabjöllumyndskeiði bera inn tvö reiðhjól að heimili konunnar. Var hann klæddur í svartan loðpels með grímu fyrir andliti og með rauða ofurhetjutösku á bakinu. Er lögregla leitaði í íbúð konunnar fannst karlmaðurinn í felum inni í geymsluhólfi sófa og var hann í sömu múnderingu og sést á myndskeiðinu.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
Karlmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi en konan í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.


