Tveir starfslokasamningar við stjórnendur hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, upp á tæplega 50 milljónir króna, voru gerðir á tímabilinu frá miðju síðasta ára til miðs þessa árs.
Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag og er í fréttinni vísað í svar skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu. Á tíu ára tímabili nema útgjöld vegna starfslokasamninga stjórnenda 370 milljónum króna.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið að annar samningurinn hafi spannað 15 mánuði en hinn 19 mánuði. Það lýsi sögulegum stjórnunarvanda á skóla- og frístundasviði þegar ítrekað þarf að gera dýra starfslokasamninga til að koma stjórnendum frá.
Þá gagnrýnir Marta það í samtali við blaðið að kjörnir fulltrúar þurfi að ganga sérstaklega á eftir því að fá upplýsingar um þessi mál og segir skort á gegnsæi ríkja í kerfinu.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
„Þegar málaflokkurinn er vanfjármagnaður og þá ekki síst leikskólahlutinn, þá finnst mér þessar greiðslur vegna starfslokasamninga ansi háar,“ segir Marta meðal annars en nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.


