torsdag, november 20, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

„Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, í athyglisverðri grein á Vísi.

Þar skrifar hún um þá ákvörðun Evrópusambandsins að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndartollum vegna kísiljárns. Margrét rifjar upp athyglisverða sögu í þessu samhengi.

„Fyrir nokkrum árum pantaði fyrirtæki sem ég stýri vörur frá Hollandi og þegar kom að því að senda vörurnar af stað fékk ég beiðni um hin ýmsu gögn þar sem Ísland væri ekki í Evrópu. Ég man að ég brosti út í annað og gaf ekki mikið fyrir landafræðakennslu Hollendinga og svaraði að auðvitað væri Ísland í Evrópu. En svarið sem ég fékk til baka sat í mér – og situr enn – því Hollendingarnir svöruðu: “Já – en Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu.”

Margrét segir að þetta hafi rifjast upp fyrir henni í kjölfar ákvörðunar ESB um að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki fyrrnefnda undanþágu.

„ESB er þannig að feta í fótspor ríkja eins og Kína og Bandaríkjanna og verja sitt yfirráðasvæði – verja sig og sína. Því að undanförnu hefur heimurinn því miður tekið þau óheillaspor að velja tolla og einangrun fram yfir frjáls alþjóðleg viðskipti,“ segir Margrét sem er þeirrar skoðunar að nú sem aldrei fyrr þurfi Íslendingar að leggja kalt mat á það hvar framtíðarhagsmunum okkar er best borgið.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

„Við getum ekki leyft okkur að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir, sem byggja á vangaveltum en ekki staðreyndum. Það er verulega óþægileg tilfinning ef sú skoðun er útbreidd meðal þjóða í Evrópu að lönd utan ESB séu í raun ekki hluti af ÞEIRRA Evrópu sem þurfi að vernda þegar hætta steðjar að.“

Margrét bendir á að okkur eigi að vera orðið fullljóst að vera okkar í EES jafngildi á engan hátt veru innan ESB.

„Hættum þessu hálfkáki og komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvað full aðild og vernd innan ESB gæti þýtt fyrir Ísland. Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni.“

Populære artikler