fredag, januar 30, 2026

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Valentin fékk þungan dóm

Litháískur ríkisborgari, Valentin Jemeljanov, fæddur árið 1988, var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Var honum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 3000 ml af kókaíni í vökvaformi með styrkleika allt að 56%.

Fíkniefnin flutti hann með flugi frá Riga í Lettlandi til Keflavíkurflugvallar, og voru efnin falin í fjórum flöskum í farangri hans.

Játaði Valentin sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptöku efnanna.

Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi, enda um mikið magn sterkra fíkniefna að ræða.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 27. nóvember og má lesa hann hér.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Populære artikler