onsdag, oktober 15, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, hefur sent yfirlýsingu til fjölmiðla vegna atviks sem varðar áfengissölu til ungmenna undir áfengiskaupaaldri í söluskála N1 í gær. Ungmennin eru nemendur við MH og voru í skólaferð um Njáluslóðir á Suðurlandi, en atvikið var kært til lögreglu. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Magnús segir í yfirlýsingu sinni að þarna hafi orðið atvik sem litið sé alvarlegum augum og gripið verði til aðgerða sem tryggi að slíkt endurtaki sig ekki. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Við hjá N1 leggjum mikla áherslu á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur.

Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur.“

Sjá einnig: Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Populære artikler