lørdag, marts 15, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján Júlíusson lést í umferðarslysi á Þingvallavegi síðastliðinn fimmtudag.

Kristján sem var nýorðinn 43 ára, fæddist á Húsavík en var búsettur á Selfossi. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Selmu Hrönn Vilhjálmsdóttur og þrjá syni á aldrinum fjögurra til 18 ára. 

Söfnun hefur verið sett af stað fyrir fjölskyldu Kristjáns. Gestur Einarsson vinur hans deilir söfnuninni á Facebook. Reikningur er neðst fyrir þá sem tök hafa á að styrkja fjölskylduna, margt smátt gerir eitt stórt.

„Kæru vinir og vandamenn.

Eins og mörg ykkar vita lést eiginmaður Selmu, góðvinur minn hann Kristján Júlíusson,  í skelfilegu bílslysi á Þingvöllum síðastliðinn fimmtudag. Þau eiga þrjá yndislega drengi saman og þurfa þau nú að takast á við lífið án eiginmanns og föður sem þau sakna sárt.

Viljum við því setja í gang söfnun fyrir fjölskylduna til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhag í sorginni og til að létta undir með þeim á þessu erfiðu tímum. Eigandi reikningsins er Selma Hrönn Vilhjálmsdóttir eiginkona og barnsmóðir Kristjáns.

Reikningsnúmerið er 0325-26-012499 og kennitala: 130987-2499.

Megið deila að vild , með bestu þökkum.“

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Populære artikler